mánudagur, september 18

við erum aldrei tvö á móti heiminum


ég fer út hann kemur inn en stundum hittumst við....
mér finnst hljómsveitin Fræ alveg æðisleg enda er ég auðveld með þessa formúlu þeirra, karlmaður að blasta um ástina á hinu ástkær og ylhlýra..ohhh beibí beibí.
ég og hún arna mín fórum á tónleika með þessari yndislegu hljómsveit á laugardaginn og ég verð bara að mæla með því að fólk fjárfesti í plötunni þeirra, mér allavega finnst hún æði!
mér fannst seinasta vika líða á hljóðhraða, hún sönglaðist framhjá mér í einu lagi, áður en ég vissi af söng ég seinustu línuna og það var komin sunnudagur og helgin búin og ný vika byrjuð.
náði loksins að raka mig undir höndunum. pabbi og marel buðu mér í sund og pizzu á sunnudaginn og mér tókst að nappa Mach3 frá pabba (auðvitað skipti ég um blað). ég hef án gríns aldrei safnað svona lengi, þetta var alveg merkileg lítil óformleg tilraun hjá mer, ég bara vissi ekki að þau gætu vaxið svona, alveg merkilegt!
ég myndi segja að undirkrikahár væru þau sem ég væri viðkvæmust fyrir á kvenfólki, ég get litið framhjá ýmsu en ekki þessu, veit ekki afhverju.
ég var einmitt að þrífa baðherbergið mitt áðan og mér varð litið á fulla vax krukkuna mína og ónotuð strips. hmmm, ætli krukkan fái ekki að vera full í einhvern tíma, hvatningin eða styrkirinn er ekki til staðar og því ekki "ástæða" til að vaxa sig og leggja slíkt á vinkonuna, amk ekki í bili.


samkvæmt dagatalinu byrjar haustið formlega á fimmtudaginn, could have fooled me.
fyrir mér kom haustið fyrsta daginn í september. reyndar hef ég veitt því athygli að haustið er ekki komið í öll tréin nema tvö á Tjarnagötunni sem vill svo vel til að þetta eru mín uppáhaldstré á leiðinni niður í bæ og þau eru ágætismælikvarði á haustið. þau eru einu tréin sem eru orðin gul, hin reyna öll að halda í blaðagrænuna sína en mín tvö tré mæta örlögum sínum óhrædd og skarta fallegum karrígulum lit, hvet gangadi og hjólandi til að veita þeim athygli og kannski örlitla virðingu.

djammið um helgina var sama groundhog day og venjulega, ég var tilbúin að fara heim rétt fyrir tvö en entist þó til fjögur, allt sunnu minni að þakka. djammarinn er bara farin frá mér. kannski er það vegna þess að ég er ekki að "leita" að einhverjum eða einhverjum. það er óneitanlega skemmtilegra á djamminu þegar maður er að leika peekaboo við sætan strák. ég er jafn áhugalaus og munkur í orange klæðum, mér gæti ekki verið meira sama um þessa karlpunga sem ganga um bæinn eins og sperrtir hanar og telja sig gvuðsgjöf til kvenna. mér gæti hreinlega ekki staðið meira á sama.
eins er mér alveg sama um djamm-lúkkið.
ég hugsa eg leggi meira upp úr skólastelpu lúkkinu mínu en djamm lúkkinu mínu.
svona er þetta bara, sumir segja komi með aldrinum, aðrir segja þetta sé haustið og enn aðrir segja þetta sé lægð. ég held persónulega að þetta sé bara pínu brestir í hjartanu. en eins og þeir segja, það tekur bara tíma...

Non, je regret rien eins og hetjan mín sönglaði forðum.

annars hef ég skipt um simafyrirtæki og er nú hjá Sko en held símanúmerinu mínu.
ég er ekki í skrifstuði þrátt fyrir óteljandi hugmyndir sem virðast sækja á mig þessa dagana, ég fór að óttast um daginn að ég væri haldin ranghugmyndum og ofskynjunum..

reyndar, mig dreymdi hin undarlegasta draum í gær.
mig dreymdi að ég væri að fara gifta mig. ég var bara í góðu tjilli að hanga með mömmu og einhverjum vinkonum mínum þegar mamma svona kasúallí droppar því í samræðurnar hvort ég ætli ekki að fara taka mig til. ég fattaði ekkert hvert hún væri að fara nema hvað, eureka-ég var að fara gifta mig!-. ég þaut af stað bara til að komast að því að ég hafði brennt kökuna sem ég setti inn í ofnin kvöldið áður og það var ekkert tilbúið fyrir athöfnina. ég var víst búin að bjóða í rosa veislu og bóka krikjuna og átti kjólinn en það var ekki búið að skreyta neitt og ég var ekki klædd, ekki greidd og ómáluð. ég í algeru panikki hringi í allar stelpurnar og virkja þær. annaK þaut á svæðið og reyndi að spasla mig eitthvað á meðan stelpurnar sátu úti á svölum að klippa pappa og búa til skraut. ég endaði á því að reyna slétta hárið mitt sjálf á hlaupum með hvíta kjólinn hálf hangandi á mér hálf renndan upp.
þetta var frekar dramatískt en toppnum er ekki enn náð.
særún systir hennar mömmu spyr hverjum ég sé að fara giftast. ég gat ekki svarað. það svo skaust upp í kollinn á mér og ég segi henni það og hún svarar : nei er það nokkuð sniðugt, helduru að það muni ganga upp? (NB.þetta var exið mitt)
ég panikkaði og taldi hana hafa nokkuð til mál síns en svaraði: helduru að hann mæti samt ekki?
þannig að nú var ég í algeru messi, alltof sein og ekki til og ekki viss hvort að maðurinn myndi mæta að altarinu.
i allri þessari ringulreið..bípp bípp bípp...
ég reyndi að snúsa en ekkert gekk, ég gat ekki klárað þennan draum.

gestaþraut vikunnar: hvað þýðir svo draumurinn?

svona er id-ið kreisí þegar maður hleypir því að...

siggadögg
-sem gat sett nokkrar myndir á tengilinn hér til hliðar-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"...þau eru einu tréin sem eru orðin gul, hin reyna öll að halda í blaðagrænuna sína en mín tvö tré mæta örlögum sínum óhrædd og skarta fallegum karrígulum lit."

"...eins er mér alveg sama um djamm-lúkkið.
ég hugsa eg leggi meira upp úr skólastelpu lúkkinu mínu en djamm lúkkinu mínu."

"...ætli krukkan fái ekki að vera full í einhvern tíma, hvatningin eða styrkirinn er ekki til staðar og því ekki "ástæða" til að vaxa sig og leggja slíkt á vinkonuna, amk ekki í bili."

Vá. Bara Sigga gæti komið þessum þremur setningum fyrir i eina bloggfærslu...Og látið hana meika sens.

gúdstöff....

kv.Andri Ólafsson